Albatross á Torrey Pines (myndskeið)

Jason Gore
Jason Gore AFP

Jason Gore upplifði það að fá Albatross á Farmers Insurance-mótinu sem lauk á PGA-mótaröðinni í golfi í gær. Albatross er þrjú högg undir pari á einni holu. 

Gore var á 18. brautinni á Suðurvellinum á hinu fræga Torrey Pines golfsvæði í Kaliforníu. Sló hann sitt annað högg með brautartré á þessari par 5 holu. 

Afar sjaldgæft er að kylfingar fái Albatross enda eru einu möguleikarnir þeir að fara holu í höggi á par 4 holu eða að fara par 5 holu á tveimur höggum eins og Gore gerði. 

Þess má geta að íslenska kvikmynd sem fjallar að hluta til um golfíþróttina og golfvallarstarfsmenn og kom út á síðasta ári bar heitið Albatross

Höggið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert