Valdís úr leik vegna þumalsins

Valdís Þóra Jónsdóttir hefur leik á LET Access, næststerkustu atvinnumótaröð …
Valdís Þóra Jónsdóttir hefur leik á LET Access, næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu, í apríl. Ljósmynd/golf.is

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, fer í aðgerð á þumalfingri í dag vegna meiðsla sem hafa að einhverju leyti háð henni í heil tvö ár.

Valdís Þóra greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segir að hún verði í gifsi næstu 4-6 vikur og þurfi svo einhvern tíma til að geta aftur haldið almennilega á golfkylfu. Þess vegna muni hún líklega sleppa fyrsta móti ársins þann 31. mars.

Valdís segist hafa fundið mikið til í þumlinum af og til síðustu tvö ár og meiðslin hafi versnað á Spáni í september. Hún hafi hins vegar alltaf kosið að harka af sér og nota verkjalyf og bólgueyðandi krem, en meiðslin hafi háð henni.

„Ég er bjartsýn á góðan bata og hlakka til að komast út á golfvöll aftur í vor!“ skrifaði Valdís í Facebook-færslu sinni sem sjá má hér að neðan.

Heil og sæl! Kominn tími á smá fréttir af mér :) Varúð, örlítil langloka! (English below) Eins og flest ykkar vita gekk...

Posted by Valdís Þóra Jónsdóttir on Thursday, February 4, 2016
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert