GSÍ fékk styrk vegna EM í golfi

Signý Arnórsdóttir er í íslenska landsliðinu í golfi.
Signý Arnórsdóttir er í íslenska landsliðinu í golfi. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í gær að veita 1,5 milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til Golfsambands Íslands vegna Evrópumóts kvennalandsliða í golfi. Um er að ræða stærsta golfmót sem haldið hefur verið hér á landi en væntanlegir eru til landsins margir af bestu áhugakylfingum landsins í kvennaflokki.

Mótið fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi í Garðabæ dagana 5.-9. júlí. Nú þegar hafa 20 þátttökuþjóðir staðfest komu sína og munu 120 keppendur mæta til leiks.

Íslenska landsliðið var valið fyrir skömmu og það skipa þær Anna Sólveig Snorradóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Signý Arnórsdóttir, allar úr GK, og Berglind Björnsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir og Sunna Víðisdóttir, allar úr GR. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert