Gísli reynir að slaka á

Gísli Sveinbergsson úr Keili er þegar búinn að vinna Íslandsmótið í holukeppni í sumar og er nú í toppbaráttunni á Íslandsmótinu í höggleik á Akureyri. 

Gísli er samtals á þremur höggum undir pari. Hann lék á 67 höggum í dag en var á 72 í gær. Er hann höggi á eftir félaga sínum úr Keili Axel Bóassyni. 

„Ég var aðeins rólegri. Tek eitt högg í einu og slakaði aðeins á. Það er um að gera. Bara 36 holur búnar. Það er eiginlega bara fyrri hálfleikur búinn og seinni hálfleikur eftir,“ sagði Gísli meðal annars þegar mbl.is ræddi við hann í dag. 

Viðtalið við Gísla í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Gísli Sveinbergsson
Gísli Sveinbergsson mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert