Góða spilamennska hjá konunum

Ólafía Þórunn á Jaðarsvelli. Valdís Þóra fylgist með.
Ólafía Þórunn á Jaðarsvelli. Valdís Þóra fylgist með. Ljósmynd/GSÍ

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR heldur forystunni þegar keppni í kvennaflokki er hálfnuð á Íslandsmótinu í golfi á Akureyri.

Ólafía lék mjög vel í dag og skilaði inn skori upp á 68 högg og er samtals á fjórum undir pari. Fyrir daginn hafði hún eitt högg í forskot á Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni sem lék í dag á 69 höggum. Á þeim munar því tveimur höggum samtals og sem stendur er útlit fyrir kapphlaup þeirra tveggja um titilinn.

Ríkjandi Íslandsmeistari, Signý Arnórsdóttir, átti einnig góðan hring í dag og lék á 68 höggum en hún var hins vegar á 77 höggum í gær. Ólafía og Signý jöfnuðu í dag vallarmetið á Jaðarsvelli eftir breytingarnar. 

Staða efstu kylfinga:

1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir , GR (70-68) 138 högg -4
2. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (71-69) 140 högg -2
3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (72-72) 144 +2
4. Signý Arnórsdóttir, GK (77- 68) 145 högg +3
5.-6. Berglind Björnsdóttir, GR (75-75) 150 högg +8
5.-6. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (75-75) 150 högg +8
7.-8. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK (74-79) 153 högg +11
7.-8. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (77-76) 153 högg +11
9.-10. Sunna Víðisdóttir, GR (78-77) 155 högg +13
9.-10. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (76-79) 155 högg +13

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert