„Svo fór allt til fjandans“

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er til alls líkleg á Íslandsmótinu í golfi á Akureyri. Hún lék á 69 höggum í dag og er samtals á tveimur höggum undir pari. Hún var þó ekki sátt við hringinn þegar mbl.is tók hana tali. 

Ástæðan er sú að Valdís byrjaði gríðarlega vel og var fjögur högg undir pari eftir fjórar holur. „69 er flottur hringur og allt það en ég hefði átt að vera betri,“ sagði Valdís meðal annars. 

Hún er tveimur höggum á eftir Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr GR en næstu keppendur eru nokkuð á eftir þessum tveimur atvinnukylfingum. 

Valdís segir tvö högg ekki vera neitt þegar 36 holur eru eftir og útilokar ekki heldur að fleiri geti blandað sér í toppbaráttuna. 

Viðtalið við Valdísí í heild sinni má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. 

Valdís Þóra Jónsdóttir
Valdís Þóra Jónsdóttir Ljósmynd/GSÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert