Valdís Þóra í miklu stuði

Valdís Þóra Jónsdóttir
Valdís Þóra Jónsdóttir mbl.is/Styrmir Kári

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er í miklu stuði á fyrstu holunum í dag á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins í höggleik á Jaðarsvelli. Er hún komin fram úr Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur GR sem hafði forystu fyrir daginn. 

Valdís er þrjá undir pari eftir fyrstu sex holurnar í dag. Fékk hún fugl á 2. holu, örn á þeirri 3. og aftur fugl á 4. holu en par að öðru leyti. Frábær byrjun hjá henni og er hún samtals á fjórum undir eftir að hafa leikið á parinu í gær. 

Ólafía er höggi á eftir og er því á tveimur undir pari í dag. Hún er því einnig að leika vel og hefur fengið þrjá fugla en einn skolla. Ef fram heldur sem horfir þurfa aðrir kylfingar að spýta í lófana ef þeir ætla að halda í við þessa tvo atvinnukylfinga. 

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er með þeim í ráshópi og er einn yfir pari í dag. Hún er samtals tvö högg yfir pari. Íslandsmeistarinn Signý Arnórsdóttir úr Keili er að sækja í sig veðrið eftir 77 högg í gær og er tvö högg undir pari eftir sex holur í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert