Galopin toppbarátta hjá körlunum

Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur aldrei barist um Íslandsmeistaratitilinn fyrir alvöru …
Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur aldrei barist um Íslandsmeistaratitilinn fyrir alvöru en á nú góða möguleika. mbl.is/Styrmir Kári

Ómögulegt er að spá fyrir um hver sigrar í karlaflokki á morgun á Íslandsmótinu í golfi á Jaðarsvelli. Toppbaráttan er gersamlega í hlut þegar þriðji dagur af fjórum er liðlega hálfnaður. 

Fimm kylfingar eru nú jafnir á samtals fjórum höggum undir pari. Um er að ræða þá Guðmund Ágúst Kristjánsson GR, Bjarka Pétursson GB, Aron Snæ Júlíusson GKG, Gísla Sveinbergsson úr Keili og Andra Má Óskarsson GHR. 

Rúnar Arnórsson og Axel Bóasson báðir úr Keili koma svo á samtals þremur undir pari og Birgir Leifur Hafþórsson GKG er tvö högg undir pari en hann er á höggi yfir pari í dag og hefur ekki fundið taktinn. 

Alls eru tíu kylfingar undir pari samtals í karlaflokki og spennan eykst en allir þessir kylfingar eru komnir á seinni níu holurnar í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert