Þrír efstu hafa ekki unnið titilinn

Axel Bóasson á Jaðarsvelli um helgina.
Axel Bóasson á Jaðarsvelli um helgina. Ljósmynd/GSÍ

Í golfhreyfingunni muna menn varla eftir því að jafn margir eigi raunhæfa möguleika á Íslandsmeistaratitlinum fyrir lokadaginn eins og nú er í karlaflokki á Akureyri. 

Einungis munar þremur höggum á efsta manni og sjötta manni. Tveir eru efstir, Guðmundur Ágúst og Bjarki. Tveir koma aðeins höggi á eftir, Aron Snær og Axel. Andri Már er tveimur á eftir og Haraldur Franklin þremur á eftir en hann spilaði sig inn í toppbaráttuna í dag með góðri spilamennsku. Þá kemur sjálfur Birgir Leifur en hann er fjórum á eftir efstu mönnum og skyldi enginn afskrifa sexfaldan Íslandsmeistara. Á tveimur undir pari eða fimm á eftir efsta manni koma svo Þórður Rafn, Aron Bjarki, Gísli Sveinbergs og Rúnar Arnórs. Alls eru tólf kylfingar undir pari samtals í karlaflokki.

Ef kíkt er á reynslu þeirra sem í toppbaráttunni eru þá hafa fjórir þeirra unnið titilinn áður. Axel, Haraldur og Þórður hafa einu sinni unnið og Birgir sex sinnum eins og áður sagði, síðast 2014 en var ekki með í fyrra. Þrír efstu menn Guðmundur, Bjarki og Aron hafa því ekki unnið titilinn. Guðmundur hefur verið nokkuð sigursæll erlendis en aldrei átt raunhæfa möguleika á Íslandsmótinu. Bjarki er margfaldur meistari í yngri aldursflokkum og í því ljósi ef til vill tímaspursmál hvenær hann sigrar í fullorðinsflokki. Aron Snær kom fram á sjónarsviðið fyrir alvöru í fyrra en hann lék fyrr í sumar til úrslita á Íslandsmótinu í holukeppni. Andri Már hefur oft leikið vel á síðustu árum en líklega er þetta hans besta tækifæri til þess á Íslandsmóti. 

Staða efstu manna:

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (72-68-66) 206 högg  -7
Bjarki Pétursson, GB(72-69-65) 206 högg -7
Aron Snær Júlíusson, GKG (67-73-67) 207 högg -6
Axel Bóasson, GK (71-67-69) 207 högg -6
Andri Már Óskarsson, GHR (73-67-66) 208 högg -5
Haraldur Franklín Magnús, GR (71-71-67) 209 högg -4
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (69-70-71) 210 högg -3
Þórður Rafn Gissurarson, GR (71-71-69) 211 högg-2
Aron Bjarki Bergsson, GKG (70-72-69) 211 högg -2
Gísli Sveinbergsson, GK (72-67-72)211 högg -2
Rúnar Arnórsson, GK (72-67-72) 211 högg-2
Andri Þór Björnsson, GR (72-73-67) 212 högg -1
Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG (71-72-70) 213 par 
Andri Már Óskarsson hefur sjaldan verið á meðal allra efstu …
Andri Már Óskarsson hefur sjaldan verið á meðal allra efstu á Íslandsmótinu. mbl.is/Styrmir Kári
Haraldur Franklín Magnús GR og Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR eru …
Haraldur Franklín Magnús GR og Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR eru í baráttunni. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert