Lengi er von á einum

Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í höggleik.
Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í höggleik. Ljósmynd/GSÍ

Misjafnt er hvað fólk hefur fyrir stafni á laugardagskvöldi. Klukkan 21 á laugardagskvöldið var einn maður á æfingasvæðinu hjá Golfklúbbi Akureyrar. Undirritaður var þá við störf í golfskálanum að vinna í umfjöllun um Íslandsmótið í golfi sem lauk á Jaðarsvelli í gær og sá að við æfingar var Birgir Leifur Hafþórsson. Hann stóð á púttflötinni og púttaði stutt pútt. Sagði þau hafa gengið illa á þriðja hringnum og slíkt væri fljótt að smitast út í aðra þætti leiksins.

Daginn eftir varð Birgir Íslandsmeistari í höggleik í sjöunda skipti. Bætti þar met sem Björgvin Þorsteinsson setti árið 1977 þegar Birgir var eins árs og síðar höfðu Úlfar Jónsson og Birgir jafnað metið.

Sjá grein­ina í heild sinni í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert