Dustin Johnson á 77 höggum

Dustin Johnson á hringnum í kvöld.
Dustin Johnson á hringnum í kvöld. AFP

Jimmy Walker frá Bandaríkjunum er efstur að loknum fyrsta degi á PGA-meistaramótinu í golfi, síðasta risamóti ársins. 

Walker lék á 65 höggum sem er fimm högg undir pari. Höggi á eftir eru Þjóðverjinn Martin Kaymer, Argentínumaðurinn Emiliano Grillo og Englendingurinn Ross Fisher sem lítið hefur verið í sviðsljósinu síðustu árin. 

Svíinn Henrik Stenson sem sigraði á Opna breska meistaramótinu á dögunum lék á 67 höggum og er til alls líklegur. Efsti kylfingur heimslistans, Jason Day frá Ástralíu, var á 68 höggum. 

Dustin Johnson sem sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu í síðasta mánuði átti slæman dag á golfvellinum og lék á 77 höggum eða sjö yfir pari. Er hann á meðal neðstu manna. 

Af þekktum nöfnum má nefna að Jordan Spieth var á parinu og Rory McIlroy á 74 höggum. Phil Mickelson sem lék svo vel á Opna breska er á 71 höggi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert