Taldi sig þurfa fugl

Rory McIlroy komst ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu.
Rory McIlroy komst ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu. AFP

Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy, sem fjórum sinnum hefur borið sigur úr býtum á risamóti í golfi, komst ekki í gegnum PGA-meistaramótið sem fram fer þessa dagana. Það var raunar hans eigin misskilningur sem varð til þess að hann lék síðustu holu hringsins í gær af meiri ákafa en til þurfti. 

Það var nokkuð á reiki hvort það dygði að leika á einum eða tveimur yfir pari vallarins til þess að komast í gegnum niðurskurðinn á þeim tíma sem McIlroy kláraði hringinn sinn í gær. McIlroy, sem hafði sett niður um það bil 30 metra pútt á 17. holu og var þá á tveimur yfir pari vallarins, taldi sig þurfa fugl á 18. holunni til þess að komast í gegnum niðurskurðinn, en svo var ekki.

McIlroy sló því langt í öðru höggi sínu á 18. holu til þess að eiga meiri möguleika á fugli, en höggið lenti utan brautar og hann þurfti þar af leiðandi þrjú högg til þess að koma sér inn á flöt og endaði með að fá skolla á síðustu holunni og lék því á pari vallarins í gær og komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

„Ég hélt að ég þyrfti að fara holuna á fjórum höggum og þess vegna spilaði ég svona djarft. Það er erfitt að fá vitneskju um það eftir á að ég hefði ekki þurfti að slá jafnfast í fyrsta og öðru högginu og hefði getað spilað á varkárari hátt. Það voru hins vegar púttin heilt yfir í hringjunum sem urðu mér að falli, en ekki bara spilamennskan á þessari einu holu,“ sagði McIlroy í samtali við fjölmiðla í gærkvöldi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert