Ryderlið Evrópu liggur fyrir

Lee Westwood
Lee Westwood AFP

Darren Clarke, liðsstjóri Evrópu, tilkynnti í dag hvaða kylfingar keppa fyrir hönd álfunnar í keppninni um Ryder-bikarinn í haust. 

Clarke valdi þrjá kylfinga eins og reglurnar um liðsvalið gera ráð fyrir. Englendingurinn Lee Westwood, Þjóðverjinn Martin Kaymer og Belginn Thomas Pieters hlutu náð fyrir augum Clarke en Belginn er nýliði í Rydernum. Westwood er einn sá sigursælasti í keppninni frá upphafi og hefur gífurlega reynslu. 

Bandaríkjamenn hafa ekki tilkynnt hafa kylfingar verða valdir af liðsstjóranum Davis Love III en hann má velja fjóra en ekki þrjá eins og hjá Evrópu. 

Fljótt á litið er lið Evrópu ekki eins sterkt og fyrir tveimur árum en í liðinu eru nú sex nýliðar.

Eftirfarandi kylfingar tryggðu sér sæti í liði Evrópu með árangri sínum á vellinum:

Rory McIlroy N-Írlandi

Danny Willett Englandi - nýliði

Henrik Stenson Svíþjóð

Chris Wood Englandi - nýliði

Sergio Garcia Spáni

Justin Rose Englandi

Rafael Cabrera-Bello Spáni - nýliði

Andy Sullivan Englandi - nýliði

Matt Fitzpatrick Englandi - nýliði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert