Dustin Johnson með forystuna

Dustin Johnson má vera ánægður en margir keppinauta hans eru …
Dustin Johnson má vera ánægður en margir keppinauta hans eru nú nokkrum höggum á eftir. AFP

Dustin Johnson er með nauma forystu þegar lokamót PGA-mótaraðarinnar, Tour Championship, er hálfnað í Atlanta í Bandaríkjunum. 

Johnson er samtals á sjö höggum undir pari eftir 36 holur en Kevin Chappell er næstur aðeins höggi á eftir. 

Næstu menn eru fjórum höggum á eftir Johnson en það eru Kevin Kisner og Hideki Matsuyama á þremur undir samtals. 

Ef kíkt er á frægustu kylfingana þá er Rory McIlroy á tveimur undir pari samtals eftir að hafa leikið á parinu í kvöld og Jordan Spieth er á pari samtals en hann var á 72 höggum í kvöld. 

Um er að ræða lokamót PGA-mótaraðarinnar og þar með Fedex-úrslitakeppninnar. Lokamótið telur mjög mikið hvað stigin varðar en verðlaunafé fyrir sigur í úrslitakeppninni er með því hæsta sem þekkist í íþróttaheiminum. 

Efsti maður heimslistans Jason Day dró sig úr keppni í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert