Íslendingarnir komnir nokkuð undir parið

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék best íslensku kylfinganna í dag.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék best íslensku kylfinganna í dag. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Íslenska karlalandsliðið í golfi er á fjórum höggum undir pari samtals fyrir lokahringinn á heimsmeistaramóti áhugakylfinga sem fram fer í Mexíkó.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék á 71 höggi í dag eða höggi undir pari vallarins og Haraldur Franklín Magnús var á parinu eða 72 höggum. Andri Þór Björnsson lék á 74 höggum en skor hans taldi ekki í dag, en allir koma landsliðsmennirnir frá Golfklúbbi Reykjavíkur.

Keppni var ekki lokið á þriðja keppnisdegi en Ísland er í 25. sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert