Ólafía missti flugið á þriðja hring

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR missti flugið á þriðja hring Opna spænska mótinu í golfi sem er hluti af Evrópumótaröðinni.

Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn eftir að hafa leikið fyrstu tvo hringina samtals á þremur höggum undir pari. Hringinn í dag spilaði hún hins vegar á fjórum höggum yfir pari, fékk einn fugl og fimm skolla.

Hún er því samtals á sjö höggum yfir pari og er jöfn fleiri kylfingum í 46. sæti. Lokahringurinn er spilaður á morgun, en efsti kylfingur er Beth Allen frá Bandaríkjunum á níu höggum undir pari.

Um er að ræða fjórða mót árs­ins hjá Ólafíu á Evr­ópu­mótaröðinni. Hún komst ekki í gegn­um niður­skurðinn á tveim­ur þeirra en náði góðum ár­angri á því þriðja sem haldið var í Tékklandi og hafnaði þar í 16. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert