Ísland endaði í 26. sæti

Frá vinstri Andri Björnsson, Haraldur Franklín og Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Frá vinstri Andri Björnsson, Haraldur Franklín og Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Ljósmynd/GSÍ

Íslenska karlalandsliðið í golfi endaði í 26. sæti á HM áhugakylfinga sem fram fór í Mexíkó.

Ísland lék samtals -2 á 72 holum en tvö bestu skorin á hverjum hring töldu.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék á 69 höggum á lokahringnum eða -2 en Andri Þór Björnsson lék á 75 höggum eða +4. Skorið hjá Haraldi Franklín Magnús taldi ekki á lokahringnum.

Ísland endaði í 26. sæti af alls 71 þjóð sem tók þátt. GR-ingarnir sem skipuðu landsliðið að þessu sinni voru að leika á sínu síðasta áhugamannamóti fyrir Íslands hönd þar sem þeir eru allir á leið í atvinnumennsku núna á næstu vikum. Þeir verða allir á meðal keppenda á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert