Virkilega góð byrjun hjá Ólafi á úrtökumótunum

Ólafur Björn Loftsson.
Ólafur Björn Loftsson. mbl.is/Styrmir Kári

Ólafur Björn Loftsson úr GKG og Þórður Rafn Gissurarson úr GR hófu báðir leik á 1. stigi úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröðina í golfi í gær. Ólafur byrjaði virkilega vel og Þórður er einnig í ágætum málum en þeir spila hvor á sínum staðnum.

Ólafur spilar í Hardelot í Frakklandi og er í þriðja sæti eftir að hafa spilað á 68 höggum sem er þremur höggum undir pari. Ólafur hóf leik á 10. teig og fékk strax tvo fugla á fyrstu tveimur holunum. Eftir pör á næstu níu holum fékk Ólafur örn á 3. braut sem er par 4. Eftir það fékk hann tvo skolla en lauk hringnum á fugli. Alls eru fjórir hringir leiknir á þessu stigi úrtökumótanna og má gera ráð fyrir að liðlega 20 komist áfram af hverjum velli.

Þórður er í 19. sæti en hann var á 72 höggum í Lissabon í Portúgal. Þórður er á pari vallarins en hann fékk fjóra fugla, ellefu pör og fjóra skolla á þessum fyrsta hring.

Fleiri íslenskir kylfingar munu reyna að komast inn á Evrópumótaröðina á þessu hausti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert