Bandaríkin byrja Ryder-bikarinn betur

Dustin Johnson Bandaríkjamaður slær boltann á Hazeltine National Golf Club …
Dustin Johnson Bandaríkjamaður slær boltann á Hazeltine National Golf Club vellinum í Minnesota í dag. AFP

Hinn árlegi Ryder-bikar í golfi þar sem úrvalslið Evrópu og Bandaríkjanna leiða saman hesta sína hófst á Hazelt­ine Nati­onal-golf­vell­in­um í Minnesota í Bandaríkjunum í dag. Evrópa hefur unnið Ryder-keppnina síðustu þrjú ár, en Bandaríkin eru hins vegar 5:3 yfir eftir fyrsta keppnisdaginn.  

Keppt var í átta leikjum í tvímenningi í dag. Bandaríkin höfðu betur í fyrstu fjórum viðureignum dagsins, en Evrópa vaknaði til lífsins eftir hádegi og náði í þrjá vinninga á móti einum vinningi Bandaríkjanna. 

Fyrir hádegi urðu úrslitin svona: Jordan Spieth og Patrick Reed báru sigurorð af Henrik Stenson og Justin Rose. Phil Mickelson og Ricke Fowler báru sigur úr býtum gegn Rory Mcilroy og Andy Sullivan. Jimmy Walker og Zach Johnson fóru með sigur af hólmi á móti Sergio Garcia og Martin Kaymer. Dustin Johnson og Matt Kuchar unnu Lee Westwood og Lee Pieters. 

Eftir hádegi urðu úrslitin svona: Justin Rose og Henrik náðu hefndum gegn Jordan Spieth og Patrick Reed. Brandt Snedeker og Brooks Koepka sigruðu Martin Kaymer og Danny Willett. Spánverjarnir Sergio Garcia og Rafa Cabrera Bello löguðu síðan stöðuna fyrir Evrópu með sigri á móti J.B Holmes og Ryan Moore. Rory McIlroy og Thomas Pietes minnkuðu muninn enn frekar fyrir Evrópu þegar þeir lögðu Dustin Johnson og Matt Kuchar að velli. 

Leikið verður aftur í átta leikjum í tvímenningi á morgun og úrslitin ráðast síðan þegar liðin mætast í einstaklingskeppni á sunnudaginn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert