Birgir Leifur höggi frá verðlaunum

Birgir Leifur Hafþórsson er úr leik í Kasakstan.
Birgir Leifur Hafþórsson er úr leik í Kasakstan. mbl.is/Styrmir Kári

Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi, rétt missti af því að komast í gegnum niðurskurðinn á Kazakhstan Open, sterkasta mótinu á evrópsku áskorendamótaröðinni.

Birgir Leifur var aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Hann lék á tveimur höggum yfir pari í dag, eftir að hafa leikið á þremur undir pari í gær.

Birgir Leifur lék fyrst holur 10-18 Zhailjau Golf Resort-vellinum í dag, og fékk skramba á 14. holu og skolla á þeirri fimmtándu, en fugl á 16. holu. Hann bætti svo við tveimur fuglum á holu tvö og þrjú og var kominn í góð mál, en fékk skolla á fjórðu og sjöundu.

Staðan á mótinu

Jordan Smith frá Englandi er efstur eftir fyrri tvo keppnisdagana á 11 höggum undir pari. Alls komust 64 kylfingar af 119 í gegnum niðurskurðinn.

Sex­tíu efstu kylf­ing­ar móts­ins fá verðlauna­fé, frá 1.395 evr­um og upp í 72.000 evr­ur. Í ís­lensk­um krón­um er það á bil­inu 180.000 til 9,3 millj­óna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert