Fyrsti sigur Harrington í átta ár

Padraig Harrington með verðlaunagrip sinn.
Padraig Harrington með verðlaunagrip sinn. AFP

Írski kylfingurinn Padraig Harrington hrósaði sigri á Evrópumótaröðinni í golfi í fyrsta sinn í átta ár þegar hann sigraði á Portúgalska meistaramótinu um helgina.

Harrington endaði einu höggi ofar en Englendingurinn Andy Sullivan, en samtals var Harrington á 23 höggum undir pari. Frábær lokahringur hans innsiglaði sigurinn þegar hann fékk sex fugla og engan skolla.

Harrington hefur unnið þrjú risamót á ferlinum og náði hápunkti þegar hann komst í þriðja sæti heimslistans árið 2008.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert