Ólafía heldur sínu striki

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ljósmynd/GSí

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Íslandsmeistari úr GR er á góðri leið með að tryggja sér þátttökurétt í þriðja og lokaúrtökumótinu fyrir bandarísku LPGA-mótaröðina í golfi. 

Fyrir lokahringinn sem fram fer í dag á Flórída er Ólafía í 12.-17. sæti og er því á góðu róli. Hún er samtals á parinu eftir 54 holur.

Hún lék þriðja hringinn í gær á 71 höggi sem er högg undir pari vallarins. Ólafía hefur verið mjög stöðug því hún hefur leikið á 72, 73 og 71 höggi. 

Fyrir ári síðan vann Ólafía sér þátttökurétt á Evrópumótaröðina í gegnum úrtökumótin en nú reynir hún við bandarísku mótaröðina. Enginn íslenskur kylfingur hefur unnið sér inn þátttökurétt á bandarísku mótaröðinni. Ólafur Björn Loftsson vann sér einn keppnisrétt á einu móti á PGA-mótaröðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert