Ólafía Þórunn flaug á þriðja stigið

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, tryggði sér í kvöld sæti á þriðja stigi úrtökumótanna fyrir LPGA-mótaröðina í Bandaríkjunum, fyrst íslenskra kylfinga.


Ólafía Þórunn lék hringina fjóra á pari og endaði í 11. til 14. sæti af 191 kylfingi sem tók þátt á þessu öðru stigi úrtökumótanna. Hún flaug sem sagt inn, því tæplega 90 kylfingar komust áfram yfir á lokastigið, eða allar þær sem léku á 12 höggum yfir pari eða betur.

Hún lék fyrsta hringinn á einu pari, þann næsta á einu höggi yfir pari og þriðja hringinn á einu höggi undir pari og í kvöld var hún á parinu. Í kvöld fékk hún tvo fugla, einn skramba og 15 pör. Með þessum árangri hefur hún tryggt sér keppnisrétt á Symetra-mótaröðinni sem er næststerkasta atvinnumótaröðin í kvennaflokki í Bandaríkjunum.

Lokaúrtökumótið verður á Daytona Beach í Flórída 28. nóvember til 4. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert