Gerir harða atlögu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í keppni í Abu Dhabi.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í keppni í Abu Dhabi.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari úr Golfklúbbi Reykjavíkur, gerir harða atlögu að því að komast á LPGA-mótaröðina í Bandaríkjunum á næsta ári. Eftir tvo frábæra hringi í röð er Ólafía á samtals níu höggum undir pari eftir þrjá hringi af fimm á síðasta stigi úrtökumótanna.

Hún lék í gær á 67 höggum og bætti sig um sjö högg frá því á fyrsta degi mótsins, þegar hún lék sama völl á 74 höggum. Mótið fer fram á tveimur völlum á Daytona Beach-svæðinu á Flórída. Í dag mun Ólafía leika völlinn sem hún lék á 66 höggum á öðrum degi.

Tuttugu efstu komast áfram

Ólafía er í 3. sæti, sem sýnir hversu vel hún hefur spilað í mótinu. Á úrtökumótunum gildir að vera í hópi þeirra sem vinna sér inn keppnisrétt á næsta ári og í þessu tilfelli verða það tuttugu efstu kylfingarnir. Þótt virkilega gaman sé að sjá Íslendinginn á meðal allra efstu í mótinu er það sem sagt ekki aðalatriðið í þessu tilfelli.

Sjá umfjöllun um keppni Ólafíu í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert