Valdís Þóra í fínum málum í Marokkó

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/Golf.is

Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, freistar þess nú að komast inn á Evrópumótaröðina í golfi. Hún hefur lokið keppni á fyrsta hring á 1. stigi úrtökumótanna.

Valdís Þóra lék á 76 höggum í dag eða fjórum höggum yfir pari Mohammedia-vallarins í Marokkó. Hún fékk þrjá fugla á hringnum, en skramba á 1. holu og fimm skolla.

Flestir kylfingar eru komnir í hús eða eiga lítið eftir, og er Valdís Þóra í 17.-20. sæti sem stendur. Alls komast á bilinu 27-28 kylfingar áfram af fyrsta stigi yfir á lokaúrtökumótið, sem einnig fer fram í Marokkó, 17.-21. desember.

Þetta er í fjórða sinn sem Valdís tekur þátt á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert