Mikilvægt að halda „kúlinu“ á lokaúrtökumótinu

Valdís Þóra Jónsdóttir
Valdís Þóra Jónsdóttir mbl.is/Styrmir Kári

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni tryggði sér í gær keppnisrétt á lokastigi úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Valdís hafnaði í 10. sæti á 1. stiginu sem fram fór í Mohammedia í Marokkó.

Valdís verður áfram í Marokkó en þar fer lokaúrtökumótið fram og hefst hinn 17. desember. Hún tjáði Morgunblaðinu í gær að framundan í dag væri fjögurra tíma rútuferð á milli keppnisstaða en lokamótið verður haldið í Marrakech.

Valdís lauk leik á samtals tólf höggum yfir pari en hún lék hringina fjóra á 76, 70, 79 og 75 höggum. Um þrjátíu kylfingar komust áfram og dugði að spila á tuttugu og tveimur yfir pari til að komast áfram. Valdís fór því býsna örugglega áfram.

„Ég er ánægð með spilamennskuna á heildina litið. Þriðji hringurinn var þó ekki góður en slátturinn var ágætur á hinum hringjunum. Ég setti ekki niður mörg pútt á seinni tveimur hringjunum en vonandi kemur það í næstu viku,“ sagði Valdís um spilamennskuna.

Hún notaði ekki nema 70 högg á öðrum hringnum en fór upp í 79 högg á þriðja hring og slíkar sveiflur vill hún losna við á lokastiginu sem framundan er. „Já, engin spurning. Svona sveiflur kosta of mikið á lokastiginu. Kannski var bara fínt að fá svona hring í þetta skiptið vegna þess að nú veit ég í hverju ég þarf að vinna.“

Sjá allt viðtalið við Valdísi í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert