GSÍ fékk 46 umsóknir erlendis frá

Haukur Örn Birgisson.
Haukur Örn Birgisson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Mikill áhugi er á starfi afreksstjóra Golfsambands Íslands en starfið var auglýst innanlands sem utan í nóvember eins og Morgunblaðið greindi frá. Fjörutíu og sex umsóknir bárust GSÍ frá erlendum einstaklingum. Umsóknirnar voru alls 50 og því voru fjórir Íslendingar í hópi umsækjenda.

Haukar Örn Birgisson, forseti GSÍ, staðfesti þetta þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Sagðist Haukur ekki hafa átt von á svo miklum áhuga að utan né bjóst hann við því að hlutfall íslenskra og erlendra umsækjenda gæti orðið í þessa veruna.

„Ísland er á kortinu í hinum alþjóðlega golfheimi og þetta sýnir að virkilegur áhugi er fyrir því að taka að sér störf fyrir Golfsambandið. Bjart er framundan í íslensku golfi nú eins og oft áður,“ sagði Haukur og bætti því við að margir þeirra sem sóttu um byggju yfir mikilli reynslu. Suma þeirra kallar hann þungavigtarumsækjendur. „Gæði umsókna voru virkilega mikil. Í þessum hópi eru landsliðsþjálfarar annarra landsliða, bæði núverandi og fyrrverandi. Þarna eru fyrrverandi kylfingar á Evrópumótaröðinni. Núverandi og fyrrverandi þjálfarar mjög góðra atvinnukylfinga, meira að segja heimsþekktra kylfinga. Einnig eru í hópi umsækjenda sterkir atvinnukylfingar sem einnig eru í þjálfara- og kennarastöðum erlendis.“

Sjá meira um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert