Valdís á parinu í Marokkó

Valdís Þóra Jónsdóttir
Valdís Þóra Jónsdóttir

Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Golfklúbbinum Leyni frá Akranesi lék á pari á fyrsta degi lokaúrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi og er ú 31. sæti eftir daginn.

Valdís Þóra lék á Amelkis-vellinum í Marrakech í Marokkó en leikið er á tveimur völlum á þessu lokastigi fyrir sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu. 

Valdís fékk tvo fugla og tvo skolla á hringinum og 14 pör. 

„[Þ]etta var svona stöngin út dagur hjá henni. Hún er að nota 5-6 högg á samtals einn metra í dag og hún á því nóg inni. Þetta er fín byrjun og gefur góð fyrirheit um framhaldið. Hún er að slá vel, hitta margar brautir og flatir. Núna er að finna smá heppni og þolinmæði á flötunum. Það er nóg eftir,“ sagði Hlynur Geir Hjartarson þjálfari hennar við golf.is í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert