Valdís hefur leik í dag

Valdís Þóra Jónsdóttir
Valdís Þóra Jónsdóttir

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni frá Akranesi, hefur í dag leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi.

Þetta er í fjórða sinn sem Valdís freistar þess að komast inn á Evrópumótaröðina en hún hefur leikið í LET Access, næststerkustu mótaröð Evrópu, síðustu þrjú ár.

Lokaúrtökumótið er í Marokkó, rétt eins og mótið sem Valdís keppti á til að komast þangað.

 Alls komast 30 efstu kylfingarnir áfram á Evrópumótaröðina. Keppnisfyrirkomulagið er þannig að 115 keppendur taka þátt og eru leiknir fimm 18 holu hringir. Á lokahringnum, sem er leikinn næsta miðvikudag, taka aðeins 70 efstu kylfingarnir þátt. Leikið er á tveimur völlum, Amelkis og Samanah, og byrjar Valdís á Amelkis. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert