Frábær hringur Valdísar

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir.

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni lék frábærlega í dag í Marokkó á þriðja hring lokaúrtökumótsins fyrir sterkustu mótaröð Evrópu í golfi og er í góðri stöðu fyrir síðustu tvo hringina.

Valdís lék á 69 höggum í dag, á þremur höggum undir pari á Amelkis- vellinum í Marokkó.

Valdís er samtals á -4 og er þegar flestir kylfingar eru komnir í hús á 17. - 20. sæti.

Valdís lék fyrsta hringinn á Amelkis- vellinum á pari, og í gær var hún á -1 á Samanah-vellinum. Hún bætti svo um betur í dag og skaut sér upp um átta sæti. 

Efstu 30 kylf­ing­arn­ir eft­ir fimm hring­ina fá full­an keppn­is­rétt í mótaröðinni en kepp­end­ur í sæt­um 31. til 60. fá tak­markaðan keppn­is­rétt. 

115 kylf­ing­ar hefja leik á loka­úr­töku­mót­inu en 70 kylf­ing­ar fá að leika loka­hring­inn.

Val­dís hef­ur leikið und­an­far­in þrjú ár á LET Access-mótaröðinni, sem er næst­sterk­asta mótaröð Evr­ópu.

Hér má sjá stöðuna á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert