„Hún á heima á Evróputúrnum“

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/golf.is

„Heilt yfir þá erum við bara sátt. Leikurinn hennar er í besta standi. Hún hefur verið að slá gríðarlega vel, örugglega ekki slegið betur allan sinn feril, en mætti kannski vera aðeins heppnari á flötunum,“ segir Hlynur Geir Hjartarson, þjálfari Valdísar Þóru Jónsdóttur sem er í fínum málum í baráttunni um að komast inn á Evrópumótaröðina í golfi.

Valdís er í 25.-33. sæti eftir tvo hringi af fimm á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fer í Marrakech í Marokkó. Valdís lék á 72 höggum eða pari á fyrsta hring, á Amelkis-vellinum, og svo á einu höggi undir pari á Samanah-vellinum í gær. Hún er samtals á einu höggi undir pari og í sæti sem myndi skila henni á Evrópumótaröðina ef mótinu væri lokið.

Sjötíu efstu kylfingarnir eftir fjóra keppnisdaga leika lokahringinn á miðvikudag. Þrjátíu efstu kylfingarnir að honum loknum komast svo á Evrópumótaröðina, sterkustu mótaröð Evrópu, og kylfingarnir í sætum 31-60 fá takmarkaðan þátttökurétt.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert