Passaði vel við mína reynslu og menntun

Jussi Pitkänen hefur verið ráðinn afreksstjóri GSÍ.
Jussi Pitkänen hefur verið ráðinn afreksstjóri GSÍ. Ljósmynd/golf.is

„Starfið var auglýst á vefsíðu PGA´s of Europe (golfkennarar í Evrópu) Þar sá ég auglýsinguna og sótti um,“ sagði Jussi Pitkänen, nýráðinn afreksstjóri Golfsambands Íslands, þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær. Tilkynnt var um ráðninguna í gærmorgun en fimmtíu einstaklingar sóttust eftir starfinu, þar af 46 útlendingar.

„Ef ég á að segja alveg eins og er þá fannst mér starfslýsingin passa vel við mína reynslu og menntun. Í mínum huga er landsliðsþjálfarastarfið ekki bara þjálfarastarf, heldur er æskilegt að viðkomandi komi að grasrótarstarfi og sé í tengslum við þjálfara og foreldra, fyrir utan það að hjálpa afrekskylfingum. Í lok janúar kem ég til með að sitja fundi með Brynjari (Geirssyni framkvæmdastjóra GSÍ), stjórninni og íslenskum þjálfurum. Þá kemur betur í ljós hvaða markmið golfhreyfingin á Íslandi vill setja sér.“

Pitkänen er 39 ára gamall Finni og segist ekki vita mjög mikið um golf á Íslandi að svo komnu máli. Ekki er þó komið algerlega að tómum kofanum hjá honum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert