Pútterinn er funheitur

Valdís Þóra Jónsdóttir hefur verið að gera frábæra hluti í …
Valdís Þóra Jónsdóttir hefur verið að gera frábæra hluti í Marokkó. Ljósmynd/LET/Tristan Jones

„Valdís lék besta hring sinn frá upphafi undir gríðarlegri pressu og spennu. Við erum eðlilega í sjöunda himni,“ sagði Hlynur Geir Hjartarson, þjálfari kylfingsins Valdísar Þóru Jónsdóttur, í samtali við Morgunblaðið í gær. Þá hafði Valdís Þóra nýlokið við að leika fjórða hringinn af fimm á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina á 65 höggum, sjö höggum undir pari vallarins.

Valdís Þóra er í fjórða til sjötta sæti samanlagt fyrir lokahringinn í dag, en mótið fer fram í Marokkó. Hún fór upp um fjórtán sæti með spilamennskunni í gær. Alls leika 65 efstu kylfingarnir lokahringinn, en af þeim fá 30 keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næsta keppnistímabili. Útlitið er gott hjá Valdísi Þóru fyrir lokahringinn – þær sem eru í sætum 27-32 eru átta höggum á eftir henni – en eins og kylfingar þekkja má lítið út af bera.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert