Valdís Þóra hafnaði í 2. sæti

Valdís Þóra Jónsdóttir með teighögg í Marokkó.
Valdís Þóra Jónsdóttir með teighögg í Marokkó. Ljósmynd/golf.is

Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, komst mjög örugglega í gegnum lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina í golfi í dag, þegar fimmti og síðasti hringurinn var leikinn í Marokkó. 

Fyrir hringinn var Valdís í 4.-6. sæti samanlagt, á samtals 11 höggum undir pari. Hún lék á 4 undir pari í dag og hafnaði í 2. sæti á samtals 15 höggum undir pari. Frábær spilamennska en 30 efstu kylfingar fá fullan þátttökurétt í mótaröðinni á næsta ári sem er sú sterkasta í Evrópu og næststerkasta í heiminum. 

Valdís er þriðja íslenska konan sem vinnur sér inn þátttökurétt á Evrópumótaröðinni. Á undan hafa gengið Ólöf María Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Ólafía lék á þessu ári á Evrópumótaröðinni en verður á þeirri bandarísku, LPGA, á næsta ári. Einn íslenskur karl hefur unnið sér inn þátttökurétt á Evrópumótaröðinni en það er Birgir Leifur Hafþórsson. 

Valdís er 27 ára gamall Akurnesingur og hefur ávallt keppt fyrir Leyni. Hún hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari í höggleik, 2009 í Grafarholti og á Hellu 2012. 

Valdís Þóra fagnar einum af mörgum fuglum sínum í mótinu.
Valdís Þóra fagnar einum af mörgum fuglum sínum í mótinu. Tristan Jones,Ljósmynd/LET/Tristan Jones

Golfsamband Íslands fylgdist með gengi Valdísar í beinni textalýsingu á Twitter, sem sjá má hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert