Hlynur stóð sig vel í Flórída

Hlynur Bergsson slær inn á teig í mótinu í Flórída.
Hlynur Bergsson slær inn á teig í mótinu í Flórída. Ljósmynd/fb-síða Hlyns Bergssonar

Hlynur Bergsson, afrekskylfingur úr GKG, endaði í 18. sæti á Junior Orange Bowl-mótinu sem fram fór á milli jóla og nýárs. Mótið er firnasterkt unglingamót haldið á Biltmore vellinum í Flórída og fengu einungis landsmeistarar og aðrir sterkir kylfingar boð á mótið.

Hlynur lék hringina fjóra samtals á fimm höggum yfir pari, en hann lék fyrsta hringinn á 73 höggum, annan og þriðja hringinn á 70 höggum og fjórða hringinn á 76 höggum og endaði í 18. sæti af 55 kylfingum.

Karl Vilips frá Ástralíu sigraði í strákaflokki en hann lék samtals á 12 höggum undir pari. Í stúlknaflokki fór Somi Lee með sigur af hólmi. Hún lék hringina á 7 höggum undir pari. Fyrrum sigurvegarar mótsins eru kylfingar á borð við José María Olazábal og Tiger Woods.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert