„Breytti lífi mínu“

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Tiger Woods mun snúa aftur á golfvöllinn síðar í þessum mánuði þegar hann mun taka þátt á Farmers Insurance-mótinu, sem er hluti af PGA-mótaröðinni.

Hann keppti síðast á þessu móti fyrir tveimur árum, en dró sig úr keppni á fyrsta hring vegna meiðsla. Eftir þetta mót mun hann svo keppa á Opna Genesis-mótinu um miðjan næsta mánuð, áður en Honda Classic-mótið tekur við.

Hann segist sérstaklega spenntur að mæta til leiks á Genesis-mótið, þar sem boltinn fór að rúlla hjá honum sem atvinnumaður.

„Þetta er þar sem allt byrjaði, mitt fyrsta mót á PGA. Ég var sextán ára gamall og þetta breytti lífi mínu,“ sagði Tiger. Hann sneri aftur til keppni í desember eftir að hafa verið frá í um 15 mánuði vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert