Vorkennir Tiger Woods

Rory McIlroy og Tiger Woods.
Rory McIlroy og Tiger Woods. AFP

Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy segist vorkenna Tiger Woods, fyrrverandi besta kylfingi heims, vegna þess hversu venjulegt líf hans sé litað frægð og frama.

McIlroy er búsettur í Flórída í Bandaríkjunum líkt og Woods, og þeir taka oft hringi saman á golfvellinum þar sem góður vinskapur hefur myndast þeirra á milli.

„Eftir að við höfum spilað golf saman þá hef ég boðið honum í mat á heimili mitt, en hann getur bara ekki komið. Ég gæti ekki lifað svona,“ sagði McIlroy.

Tiger Woods hefur unnið fjórtán risatitla á ferlinum og McIlroy segir að hann myndi glaður taka minni velgengni á vellinum fram yfir venjulegt líf.

„Ef einhver myndi bjóða mér 14 risatitla og þurfa að lifa svona, eða níu risatitla og lifa eins og ég get gert núna, þá tæki ég alltaf seinni valkostinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert