Furyk verður fyrirliði Bandaríkjanna í Rydernum

Jim Furyk er orðinn fyrirliði.
Jim Furyk er orðinn fyrirliði. AFP

Jim Furyk verður fyrirliði Bandaríkjanna á Ryder-bikarnum í golfi, sem fram fer á næsta ári. 

Hann tekur við af Davis Love III sem stýrði Bandaríkjunum til sigurs gegn úrvalsliði Evrópu, síðasta haust en þar var hann varafyrirliði liðsins. 

Furyk hefur tekið þátt í öllum Ryder-bikurum frá 1997 og er hann því öllu vanur. Hann verður leiðtogi bandaríska liðsins, sem mun hafa á að skipa mönnum eins og Tiger Woods og Phil Mickelson. 

Tiger Woods verður með í Rydernum

Með fyrstu verkum Furyk var að gera Love að varafyrirliða liðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert