Lék á 27 höggum undir pari á PGA-móti

Justin Thomas naut sín í botn á Hawaii.
Justin Thomas naut sín í botn á Hawaii. AFP

Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas setti nýtt met á PGA-mótaröðinni í golfi þegar hann vann Hawaii Open í gær.

Thomas lék hringina fjóra á mótinu á 27 höggum undir pari. Það er besta skor sem nokkur kylfingur hefur náð á PGA-móti.

Thomas, sem er 23, hóf mótið á að verða sá yngsti frá upphafi til að leika hring á PGA-móti undir 60 höggum, eða á 59 höggum. Hann lék lokahringinn í gær á 65 höggum og endaði sjö höggum á undan næsta manni, Justin Rose frá Englandi. Jordan Spieth varð í 3. sæti á 19 höggum undir pari.

„Þetta er búin að vera algjörlega ótrúleg vika. Ógleymanleg,“ sagði Thomas, sem er í 8. sæti heimslistans.

Eftir þrjá sigra á skömmum tíma er Thomas á hraðferð upp heimslistann en hann vann eitt mót á PGA-mótaröðinni í fyrra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert