McIlroy hættir við vegna álagsmeiðsla

Rory McIlroy.
Rory McIlroy. AFP

Kylfingurinn Rory McIlroy, sem vermir annað sæti heimslistans í golfi, hefur dregið sig úr keppni á Abu Dhabi-meistaramótinu vegna meiðsla.

Norður-Írinn gekkst undir skoðun í dag eftir að hafa kvartað yfir bakmeiðslum og í ljós komu álagsmeiðsli sem hafa áhrif á rifbein hans.

„Þetta er mjög svekkjandi, því allir vita hversu mikið ég elska að spila á þessu móti,“ sagði hinn 27 ára gamli McIlroy, en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert