Þórður tók fyrsta hring með trompi

Þórður Rafn Gissurarson.
Þórður Rafn Gissurarson.

Þórður Rafn Gissurarson, kylfingur úr GR, spilaði í dag fyrsta hringinn á Rauðahafsmótinu í Ain Sokhna í Egyptalandi og óhætt er að segja að hann hafi byrjað vel.

Þórður spilaði fyrsta hringinn í dag á 68 höggum eða á fjórum höggum undir pari. Hann fékk fimm fugla og einn skolla á hringnum og er jafn fleiri kylfingum í 5.-12. sæti mótsins, en síðustu kylfingarnir eiga þó eftir að koma í hús þegar þetta er skrifað.

Þórður er þremur höggum á eftir efsta manni, Ben Parker, sem spilaði á 65 höggum í dag.

Þórður keppti einnig á þessum slóðum í síðustu viku, en mótin eru hluti af Pro Golf-mótaröðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert