Leið eins og Sherlock Holmes

Ólafía Þórunn slær á 3. holu í dag.
Ólafía Þórunn slær á 3. holu í dag. Ljósmynd/Sigurður Elvar Þórólfsson

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti erfiðan dag á Pure Silk-mót­inu í LPGA-mótaröðinni á Bahama-eyj­um í kvöld og lék hún á 77 höggum eða fjórum höggum yfir pari. 

Hún er því samtals á þremur höggum undir pari og í 66.-76. sæti af þeim 79 kepp­end­um sem komust í gegn­um niður­skurðinn í gær. 

Ólafía viðurkennir að þetta hafi verið erfiður dagur í dag. 

„Þetta var erfiður dagur, hausinn á mér var á fullu í allan dag og ég náði ekki að slaka á og einbeita mér. Ég veit ekki hvað þetta var, ég var að flýta mér, hugsaði ekki höggin í gegn. Leikskipulagið var ekki gott og ég lenti í mörgum glompum sem ég er ekki vön að gera,“ sagði Ólafía Þórunn við golf.is í dag.

„Stundum voru höggin mjög nálægt því að vera mjög góð en fóru síðan í glompu. Þetta var stöngin út í dag. Á 18. holu var þetta orðiðið vandræðalegt þegar ég ýtti boltanum út, í stað þess að draga hann til vinstri.“

„Það var margt sem fór úrskeiðis í dag og ég var skrítin. Mér leið eins og Sherlock Holmes-karakternum sem er í sjónvarpsþáttum sem ég horfi mikið á. Hann er mjög næmur á allt í kringum sig og ég leyfði því að gerast í dag. Það voru fuglarnir í kringum mig og margt annað sem ég lét trufla mig í dag. Þetta er eitthvað sem ég þarf að skoða betur og læra af fyrir framhaldið,“ sagði Ólafía Þórunn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert