Ólafía er alveg dansandi dásamleg

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á teig á Bahama-eyjum í gær.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á teig á Bahama-eyjum í gær. Ljósmynd/seth@golf.is

Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst örugglega í gegnum niðurskurðinn á Pure Silk-mótinu, hennar fyrsta á LPGA-mótaröðinni, og spilar þriðja hringinn í dag.

Sjá frétt mbl.is: Ólafía spilaði stórkostlega og flaug áfram

Ólafía á rástíma klukkan 11.23 að staðartíma, eða klukkan 16.23 að íslenskum tíma. Hún er að þessu sinni í ráshópi með Moriya Jutanugarn frá Taílandi, sem meðal annars var valin nýliði ársins á LPGA-mótaröðinni árið 2013.

Þjóðin fylgdist vel með Ólafíu á öðrum hring í gær og meðal annars hrósaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, henni í hástert. Hún væri einfaldlega dansandi dásamleg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert