Tiger jákvæður þrátt fyrir að vera úr leik

Tiger Woods einbeittur á mótinu.
Tiger Woods einbeittur á mótinu. AFP

Tiger Woods, fyrrverandi besti kylfingur í heimi, er jákvæður, þrátt fyrir að hafa ekki komist í gegnum niðurskurðinn á Farmers Insurance-mótinu, hans fyrsta PGA-móti í 18 mánuði. Tiger hefur verið að glíma við bakmeiðsli og því ekki verið með undanfarið. 

Woods spilaði fyrstu tvo hringina á samtals fjórum höggum yfir pari og var hann fjórum höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Hann fór fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari og þann seinni á parinu. 

„Það er pirrandi að eiga ekki möguleika á að vinna mótið. Ég náði ekki nógu mörgum fuglum og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Ég er hins vegar jákvæður því seinni hringurinn var mikið betri en sá fyrri. Ég var að hitta betur og púttin gengu vel. Ég púttaði oft vel, þó að það hafi ekki alltaf farið ofan í.“

„Ég bætti mig frá degi til dags og það er leiðinlegt að fá ekki tækifæri til að spila annan hring, því ég er mjög hrifinn af þessum velli. Ég er sannfærður um að ég geti virkilega farið að standa mig vel þegar ég er búinn að spila á fleiri mótum,“ sagði Tiger. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert