Tiger Woods ekki í gegnum niðurskurðinn

Tiger Woods á teig í gær.
Tiger Woods á teig í gær. AFP

Tiger Woods, fyrrverandi besti kylfingur heims, komst ekki í gegnum niðurskurðinn á sínu fyrsta PGA-móti í næstum 18 mánuði.

Woods hefur lengi glímt við meiðsli í baki, en sneri aftur á Farmers Insurance-mótinu. Hann spilaði fyrsta hringinn á fimmtudag á 76 höggum, eða fjórum yfir pari, og náði ekki að bjarga sér á öðrum hring í gær jafnvel þótt hann hafi spilað á parinu. Hann var fjórum höggum frá því að komast áfram.

Woods vann síðast á risamóti árið 2008 og það var einmitt á þessum sama velli á Opna bandaríska meistaramótinu.

Englendingurinn Justin Rose er efstur þegar keppni er hálfnuð á átta höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert