Ólafía fékk 324 þúsund í verðlaunafé

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á Pure Silk-mótinu á Bahama-eyjum.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á Pure Silk-mótinu á Bahama-eyjum. Ljósmynd/seth@golf.is

Íslandsmeistarinn í golfi, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, fékk 2.783 dollara, 324 þúsund íslenskar krónur, í sinn hlut eftir að hún hafnaði í 69. - 72. sæti á Pure Silk-mót­inu í LPGA-mótaröðinni á Bahama-eyj­um.

Ólafía lék hringina fjóra sam­tals á fimm högg­um und­ir pari. Hún lék hring­inn í dag á tveim högg­um und­ir pari og gekk hann heilt yfir mjög vel, þrátt fyr­ir tvö­fald­an skolla á 16. holu. Ólafía fékk fjóra fugla og 13 pör í dag. 

Frétt mbl.is: Gríðarlega góð frumraun Ólafíu

Verðlaunafé mótsins var alls 1,4 milljónir dollara og deildu keppendurnir 80, sem komust í gegnum niðurskurðinn eftir fyrstu tvo keppnisdagana, verðlaunafénu. 

Brittany Lincicome frá Bandaríkjunum bar sigur úr býtum og hlaut 210 þúsund dollara að launum, 24,5 milljónir íslenskra króna.

Lokastöðu mótsins má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert