Ánægð með frumraunina

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slær á mótinu á Bahamaeyjum.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slær á mótinu á Bahamaeyjum. AFP

Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafnaði í 69. - 72. sæti á Pure Silk-mótinu í LPGA-mótaröðinni á Bahamaeyjum. Mótinu lauk í gær en Ólafía lék hringina fjóra á samtals fimm höggum undir pari eða 287 höggum. Fyrsta hringinn lék hún á 71 höggi, annan á 68 höggum, þriðja á 77 höggum og lokahringinn á 71 höggi.

„Ég er mjög sátt. Þrír af fjórum dögum undir pari og það er geggjað. Þetta er flott byrjun,“ sagði Ólafía í samtali við Morgunblaðið eftir að keppni lauk á Bahama í gær.

Hún sagði dagsformið ekki hafa verið nógu gott á laugardaginn og einbeitingin ekki alveg til staðar. „Í dag [í gær] var aftur eðlilegur dagur en á þriðja hring datt ég eitthvað niður, kollurinn var ekki alveg í lagi. Strax og ég vaknaði í morgun [í gærmorgun] fann ég að þetta yrði betri dagur,“ sagði Ólafía.

Aðspurð sagðist Ólafía ekki hafa sett sér nein ákveðin markmið áður en keppni hófst síðastliðinn fimmtudag. „Nei, í rauninni ekki. Ég fór í þessa kjálkaaðgerð og þetta er fyrsta mótið eftir hana,“ sagði Ólafía en hún fór í aðgerðina í desember. 

Sjá viðtalið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert