Kuchar byrjaði með látum

Matt Kuchar á hringnum í gær.
Matt Kuchar á hringnum í gær. AFP

Matt Kuchar byrjaði með látum þegar eitt skemmtilegasta mótið á PGA-mótaröðinni í golfi hófst í gær, Phoenix Open. 

Kuchar tók forystuna með því að leika á 64 höggum á fyrsta hring sem er sjö högg undir pari Scottsdale-vallarins í Arizona. 

Japaninn Hideki Matsuyama og Brendan Steele koma næstir á 65 höggum. 

Jordan Spieth er á meðal keppenda og lék fyrsta hringinn á 70 höggum. 

Áhorfendur eru þekktir fyrir að vera afar líflegir á Phoenix Open og skapast gjarnan meiri stemning á mótinu heldur en gengur og gerist á mótaröðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert