„Er með ákveðin markmið“

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/LET/Tristan Jones

Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir er komin til Ástralíu þar sem hún tekur þátt í fyrsta móti keppnistímabilsins á Let Evrópumótaröð kvenna sem hefst á fimmtudaginn.

Valdís Þóra tryggði sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu í desember með frábærum árangri á lokaúrtökumótinu þar sem hún hafnaði í öðru sæti.

„Aðstæður hérna í Ástralíu eru mjög góðar, vellirnir eru í góðu ástandi, en það eru miklar líkur á því að vindurinn blási hressilega þar sem vellirnir liggja við sjóinn. Ég þarf því að pæla mikið í vindinum í höggunum mínum og einnig á flötunum. Ég er með ákveðin markmið fyrir þetta mót en ég held þeim fyrir mig,“ segir Valdís Þóra við golf.is

Oates Vic mótið fer fram á tveimur völlum, Beach og Creek, og þar mæta til leiks margir af bestu kylfingum heims. Keppnin hefst á fimmtudaginn og verða leiknir fjórir hringir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert