Valdís Þóra á parinu og komst áfram

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/LET/Tristan Jones

Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni á Akranesi, lék annan hringinn á LET-Evrópumótaröðinni í golfi í Ástralíu í nótt.

Valdís Þóra lék á 73 höggum eða á pari vallarins og er samtals á tveimur höggum undir pari eftir hringina tvo. Valdís lék 14 holur á parinu, fékk tvo fugla og tvo skolla en þetta er í fyrsta sinn sem hún leikur á LET-Evrópumótaröðinni og er þriðja íslenska konan sem tryggir sér keppnisrétt á sterkustu mótaröð Evrópu.

Valdís komst örugglega í gegnum fyrri niðurskurðinn á þessu móti en hún er í 35.-46. sætinu. Hún þarf að vera á meðal 35 efstu eftir þriðja hringinn til þess að komast inn á lokahringinn á sunnudaginn. Hún er hinsvegar örugg með að fá verðlaunafé og stig á LET Evrópumótaröðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert